Í febrúar kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir. Þrátt fyrir þetta verður eigendum bílaleigunnar ekki sviptir starfsleyfi því samgöngustofa mat tillögur Procar að úrbótum fullnægjandi.
Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar eður ei. Gestur Gunnarsson lögmaður Procar sagði í samtali við fréttastofu RÚV að allir núverandi eigendur bíla sem Procar seldi og kílametrastöðu var breytt í, fái bréf með boði um bætur.
Þeir sem þiggja bætur fá mismuninn auk 40% álags
Özur Lárusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, var fenginn til að verðmeta bílana og reikna út skaðabætur. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV er það gert með tvennum hætti. Annars vegar er tekið markaðsverð bílsins miðað við hina upplognu kílómetrastöðu og dregið frá verðið þegar rétt kílómetrastaða hefur verið færð inn.Hins vegar er tekin kílómetraniðurfærsla og hún margfölduð með krónutölurefsingu. Upphæðirnar tvær eru svo lagðar saman og deilt í með tveimur. Til viðbótar ákváðu Draupnir lögmannsstofa og Procar að greiða skyldi 40% álag.