Íhugar að fara með álit siðanefndar fyrir Evrópuráð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 19:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd Alþingis gjörspillta. Nefndin féllst á álit siðanefndar um að Þórhildur hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um þingmanninn Ásmund Friðriksson. Forseti Forsætisnefndar segir að um bindandi niðurstöðu sé að ræða innan þingsins en Þórhildur íhuga að fara með málið fyrir Evrópuráð. Forsætisnefnd féllst á dögunum á álit siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur Alþingismanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Ummælin lét hún falla íþættinum Silfrinu á RÚV íársbyrjun, en hún sagði að rökstuddur grunur væri um aðÁsmundur hefði dregið að sér fé. Hingað til hefur hún ekki tjáð sig um álitið en það gerði hún núíþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði hún forsætisnefnd gjörspillta. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferðí klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjáöllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar. Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema bara mína framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Forsætisnefnd Alþingis.Fréttablaðið/StefánÞá íhugar hún að fara með málið lengra. Fréttastofa náið tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta forsætisnefndar, í dag sem sagði álitið bindandi niðurstöðu og því væri málinu lokið innan þingsins. Þórhildur ætlar þó að kanna aðra möguleika. Nefnir hún Evrópuráðið sem dæmi. „Ég myndi vilja leita mér ráðgjafar þar vegna þess aðþeir eru heldur betur sérfræðingar um tjáningarfrelsi og tjáningarfrelsi þingmanna líka,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir tjáningarfrelsi þingmanna rúmt og telur hún álitið ganga gegn rétti hennar til tjáningar sem þingmaður. „Sömuleiðis er ég að skoða vettvang innan Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar er nefnd um mannréttindi þingmanna. Sem ég tel vel skoðandi að bera málið undir og athuga hvaðþeir hafa um málið að segja,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Segir forsætisnefnd gjörspillta Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. 30. júní 2019 12:30