Skömmin stærsti fylgifiskur heimilisofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 20:00 Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún. Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún.
Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30