Braut á minni máttar og sýndi vinkonu sinni á Skype Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:04 Málið var kært fyrir þremur árum en dómur upp kveðinn í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent