Samkvæmt þessu hafa tæplega 70% svarenda upplifað framhjáhald, en töluvert fleiri segjast hafa verið í þeirri stöðu að haldið hafi verið framhjá þeim.
Þegar rýnt er betur í niðurstöðurnar væri hægt að draga þá ályktun að lesendur Vísis séu tregari til að viðurkenna að hafa haldið framhjá eða jafnvel skilgreina framhjáhald á annan hátt en makinn. En töluverður munur er á milli þess hvort fólk segist hafa haldið framhjá eða segir að haldið hafi verið framhjá þeim.
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér:
Já, ég hef haldið framhjá - 14%
Já, það hefur verið haldið framhjá mér- 40%
Bæði - 12%
Nei - 34%
Hægt er að hlusta á umræðu um niðurstöðurnar og kynningu á næstu spurningu vikunnar hér að neðan: