Gissur kvaddi hljóðnemann með kossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 12:22 Gissur klippir á borðann og þar með hefur hljóðver Bylgjunnar á fréttastofunni fengið nafnið Gissurarstofa. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, sagði ekkert annað nafn hafa komið til greina. Vísir/Vilhelm Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni, kvaddi kollega sína á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á Suðurlandsbraut 10 í morgun. Gissur var kvaddur með morgunkaffi en óhætt er að segja að Gissur sé mikill morgunmaður enda staðið vaktina í útvarpinu á morgnana í á þriðja áratug. Hljóðver Bylgjunnar á fréttastofunni fékk formlega nafn við þetta tilefni. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, tilkynnti að hljóðverið hefði fengið nafnið Gissurarstofa. Ekkert annað nafn hefði komið til greina. Af því tilefni klippti Gissur á borða við mikil fagnaðarlæti kollega hans sem sumir hverjir hafa starfað með Gissuri nánast allan tímann.Hljóðneminn fékk kveðjukoss frá Gissuri.Vísir/VilhelmGissur þakkaði samstarfsfólki sínu á öllum aldri fyrir samstarfið og samveruna á fréttastofunni í gegnum árin. Hann sagðist myndu sakna starfsins sem hann hefði enn mikinn áhuga á að sinna. Það væru hins vegar skipanir frá læknum að draga sig í hlé eftir heilsuleysi undanfarna mánuði. Óhætt er að segja að Gissur hafi lifað og muni tímana tvenna. Rödd hans er hlustendum Bylgjunnar að góðu kunn og hann minnti kollega sína á mikilvægi þess að þjónusta hlustendur vel. Vera skýrmæltur og skrifa fréttirnar á þann veg að þær væru auðskiljanlegar fyrir þá sem á hlýddu. Heimir Karlsson ræddi við Gissur Sigurðsson í ítarlegu viðtali á jóladag. Þar var farið um víðan völl og má heyra viðtalið í heild hér að neðan. Fréttastofan þakkar Gissuri kærlega farsælt samstarf og óskar honum alls hins besta. Má reikna með að Gissur verði reglulegur gestur á fréttastofunni og líti við í Gissurarstofu. Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni, kvaddi kollega sína á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á Suðurlandsbraut 10 í morgun. Gissur var kvaddur með morgunkaffi en óhætt er að segja að Gissur sé mikill morgunmaður enda staðið vaktina í útvarpinu á morgnana í á þriðja áratug. Hljóðver Bylgjunnar á fréttastofunni fékk formlega nafn við þetta tilefni. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, tilkynnti að hljóðverið hefði fengið nafnið Gissurarstofa. Ekkert annað nafn hefði komið til greina. Af því tilefni klippti Gissur á borða við mikil fagnaðarlæti kollega hans sem sumir hverjir hafa starfað með Gissuri nánast allan tímann.Hljóðneminn fékk kveðjukoss frá Gissuri.Vísir/VilhelmGissur þakkaði samstarfsfólki sínu á öllum aldri fyrir samstarfið og samveruna á fréttastofunni í gegnum árin. Hann sagðist myndu sakna starfsins sem hann hefði enn mikinn áhuga á að sinna. Það væru hins vegar skipanir frá læknum að draga sig í hlé eftir heilsuleysi undanfarna mánuði. Óhætt er að segja að Gissur hafi lifað og muni tímana tvenna. Rödd hans er hlustendum Bylgjunnar að góðu kunn og hann minnti kollega sína á mikilvægi þess að þjónusta hlustendur vel. Vera skýrmæltur og skrifa fréttirnar á þann veg að þær væru auðskiljanlegar fyrir þá sem á hlýddu. Heimir Karlsson ræddi við Gissur Sigurðsson í ítarlegu viðtali á jóladag. Þar var farið um víðan völl og má heyra viðtalið í heild hér að neðan. Fréttastofan þakkar Gissuri kærlega farsælt samstarf og óskar honum alls hins besta. Má reikna með að Gissur verði reglulegur gestur á fréttastofunni og líti við í Gissurarstofu.
Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira