Mál konunnar sem missti fóstur í skotárás fellt niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 23:25 Marshae Jones var ófrísk þegar hún var skotin í magann í desember. Ákærudómstóll taldi hana hafa efnt til rifrildis og gaf út ákæru vegna manndráps. Vísir/EPA Saksóknari í Alabama í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fella niður mál á hendur konu sem ákærð hafði verið fyrir manndráp eftir að hún var skotin í magann og missti þannig fóstur. Ákærudómstóll hafði áður gefið út ákæru á hendur hinni 28 ára gömlu Marshae Jones. Var hún talin bera ábyrgð á fósturmissi sínum með því að valda rifrildi sem lauk með því að önnur kona skaut hana í magann. Dómstóllinn taldi konuna sem skaut Jones hafa hleypt af í sjálfsvörn. The Guardian greinir frá. Á mánudag lögðu verjendur Jones fram gögn þar sem því var haldið fram að ríkið styddist við „gallaðar og öfugsnúnar röksemdarfærslur“ sem „hunsi bæði lög og almenna skynsemi“ í málinu gegn Jones. Sú hugmynd að Jones hafi viljandi valdið dauða fósturs síns með því að hefja slagsmál sé verulega langsótt. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Segja ákæru á hendur konu sem missti fóstur í skotárás brenglaða Lögfræðingar konu sem var ákærð fyrir manndráp á fóstri eftir að hún var skotin í magann og missti fóstur í desember segja málið gegn henni ekki byggja á lögum. 2. júlí 2019 10:14 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Saksóknari í Alabama í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fella niður mál á hendur konu sem ákærð hafði verið fyrir manndráp eftir að hún var skotin í magann og missti þannig fóstur. Ákærudómstóll hafði áður gefið út ákæru á hendur hinni 28 ára gömlu Marshae Jones. Var hún talin bera ábyrgð á fósturmissi sínum með því að valda rifrildi sem lauk með því að önnur kona skaut hana í magann. Dómstóllinn taldi konuna sem skaut Jones hafa hleypt af í sjálfsvörn. The Guardian greinir frá. Á mánudag lögðu verjendur Jones fram gögn þar sem því var haldið fram að ríkið styddist við „gallaðar og öfugsnúnar röksemdarfærslur“ sem „hunsi bæði lög og almenna skynsemi“ í málinu gegn Jones. Sú hugmynd að Jones hafi viljandi valdið dauða fósturs síns með því að hefja slagsmál sé verulega langsótt. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Segja ákæru á hendur konu sem missti fóstur í skotárás brenglaða Lögfræðingar konu sem var ákærð fyrir manndráp á fóstri eftir að hún var skotin í magann og missti fóstur í desember segja málið gegn henni ekki byggja á lögum. 2. júlí 2019 10:14 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23
Segja ákæru á hendur konu sem missti fóstur í skotárás brenglaða Lögfræðingar konu sem var ákærð fyrir manndráp á fóstri eftir að hún var skotin í magann og missti fóstur í desember segja málið gegn henni ekki byggja á lögum. 2. júlí 2019 10:14