Dómari segir meintan nauðgara eiga skilið vægð því hann kemur úr góðri fjölskyldu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 23:00 Dómarinn hefur verið ávítaður af áfrýjunardómstól. Vísir/Getty Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Bandaríkin Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Mál sextán ára drengs sem sakaður er um að hafa nauðgað jafnöldru sinni í New Jersey í Bandaríkjunum hefur vakið verulega athygli vestan hafs. Fjölskylduréttardómari í málinu segir drenginn, sem tók athæfið upp, ekki hafa nauðgað stúlkunni. Hann segir einnig að saksóknarar í málinu hefðu átt að útskýra fyrir stúlkunni að það kynni að eyðileggja líf drengsins, yrði hann ákærður. Áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta megi yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi. Drengurinn tók athæfið upp á snjallsímann sinn þar sem hann nauðgaði stúlkunni, sem var bersýnilega sljóvguð af áfengisneyslu, samkvæmt frétt New York Times. Drengurinn og stúlkan höfðu verið í sama gleðskap áður en nauðgunin átti sér stað. Drengurinn á síðan að hafa deilt myndbandinu með vinum sínum ásamt skilaboðunum „Þegar fyrsta skiptið sem þú stundar kynlíf er nauðgun.“Segir verknaðinn ekki hafa verið nauðgun Dómari við fjölskyldurétt þar sem mál drengsins var rekið var ekki á þeirri skoðun að drengurinn hafi nauðgað stúlkunni. Við réttarhöldin velti hann því hins vegar upp að mögulega hafi verið um kynferðisofbeldi að ræða, en að nauðgun væri hugtak um það þegar einhver ókunnugur fórnarlambinu ræðst að viðkomandi með hótanir um ofbeldi, fái hann sínu ekki framgengt. Dómarinn bætti því við að drengurinn kæmi úr „góðri fjölskyldu,“ væri í mikilsmetnum skóla, fengi frábærar einkunnir, auk þess sem hann væri skáti. Þá sagði dómarinn að saksóknarar í málinu hefðu mátt gera stúlkunni sem kærði drenginn það ljóst að með því hafi hún mögulega verið að eyðileggja líf drengsins. Af ofangreindum ástæðum hafnaði dómarinn beiðni saksóknara um að réttað yrði yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi, en samkvæmt lögum í New Jersey er hægt að sækja einstaklinga niður í 15 ára til saka eins og um fullorðna væri að ræða, sé um alvarlegan glæp að ræða. „Drengurinn kemur augljóslega til greina sem nemandi við ekki bara háskóla, heldur líklega góðan háskóla,“ sagði dómarinn, James Troiano, þegar málið var fyrir fjölskylduréttinum á síðasta ári. Varaður við því að sýna táningum í forréttindastöðu linkind Áfrýjunardómstóll í New Jersey hefur nú ávítað dómarann í 14 blaðsíðna úrskurði þar sem dómarinn er varaður við því að fara mýkri höndum um táninga í forréttindastöðu heldur en aðra sakborninga. Úrskurður áfrýjunardómstólsins veldur því að hægt er að rétta yfir drengnum sem fullorðnum einstaklingi.
Bandaríkin Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira