Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 18:31 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Isavia hafi haft heimild til þess að kyrrsetja þotu í eigu ALC sem tryggingu fyrir skuld WOW air vegna þotunnar. Í úrskurði Landsréttar er ekki tekin efnisleg afstaða til allra þeirra forsendna sem Isavia hefur byggt kyrrsetningu vélarinnar á. Þannig tekur Landsréttur ekki afstöðu til þess hvort byggja hafi mátt kyrrsetninguna á skuldum WOW vegna þessarar tilteknu þotu eingöngu eða vegna heildarskuldar WOW air við Isavia. Isavia hefur tálmað för vélarinnar úr landi frá falli WOW. Tekin var ákvörðun um að koma í veg fyrir frekari ferðir þotunnar til þess að tryggja að skuldir WOW vegna notendagjalda, sem hljóðuðu upp á tvo milljarða króna, fengjust greiddar. ALC hafnaði greiðsluskyldunni og krafðist þess að fá vélina afhenta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi málið á þá leið að Isavia væri heimilt að kyrrsetja vélina vegna skuldar tengdar vélinni. ALC greiddi því skuldir tengdar vélinni, um 87 milljónir króna og krafðist þess í kjölfarið að fá vélina afhenta. Isavia áfrýjaði úrskurðinum hins vegar til Landsréttar sem staðfesti að hluta úrskurð héraðsdóms. Landsréttur breytti þó forsendum úrskurðar héraðsdóms á þá leið að Isavia hafi verið heimilt að halda vélinni sem tryggingu fyrir heildarskuldum WOW. Þá áfrýjaði ALC málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verulega hafi verið vikið frá réttri málsmeðferð og málinu því aftur skotið til Landsréttar, sem nú hefur öðru sinni úrskurðað í málinu.Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að í úrskurði Landsréttar hafi komið fram að Isavia hafi ekki verið heimilt að kyrrsetja vélina til tryggingar vegna heildarskulda WOW air. Hið rétta er að engin efnisleg afstaða er tekin heimilda Isavia hvað þetta varðar.Úrskurð Landsréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli ALC gegn Isavia. 28. júní 2019 12:10