Foreldrum í Frakklandi bannað að rassskella börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 16:53 Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Vísir/getty Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum. Frakkland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum.
Frakkland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira