Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 13:30 Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta, eins og reykinga. Vísir/getty Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“ Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“
Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15