Vill endurskoða verklag við brottvísanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2019 12:00 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna situr í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál. Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00