Dauði feðgina á landamærunum El Salvador að kenna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 10:05 Bukele tók við embætti forseta í byrjun júní. Hann var kjörinn fyrir hönd miðhægriflokks. Vísir/EPA Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele. Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Nayib Bukele, forseti El Salvador, segir að þó að hann fordæmi meðferð bandarískra yfirvalda á förufólki og hælisleitendum sé hans eigin landi um að kenna að ungur faðir og tveggja ára gömul dóttir hans drukknuðu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í síðustu viku. Dauði Óscars Martínez og dóttur hans í ánni Río Bravo á landamærunum í síðustu viku vakti heimsathygli vegna myndar sem birtist af líkum þeirra fljótandi innan um rusl við bakka árinnar. Þau höfðu reynt að komast syndandi yfir til Bandaríkjanna þar sem Martínez og eiginkona hans ætluðu að leita hælis. Örlög feðginanna vakti upp umræður um harðneskjulega innflytjendastefnu ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Undir hans stjórn hafa bandarísk yfirvöld reynt að takmarka rétt fólks til að leita hælis í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtök hafa varað við því að það gæti þvingað væntanlega hælisleitendur til að reyna hættulegar leiðir til að komast inn í landið. Bukele forseti sem tók við embætti í síðustu viku, tekur undir fordæmingu á meðferð förufólks í Bandaríkjunum og Mexíkó en segir að þegar allt komi til alls liggi ábyrgðin á dauða feðginanna hjá stjórnvöldum í El Salvador. „Við getum kennt hvaða landi sem er um en hvað með okkar eigin ábyrgð? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Bandaríkin? Þau flúðu El Salvador, þau flúðu okkar land. Það var okkur að kenna,“ segir Bukele í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.Þurfa að bæta aðstæður svo enginn þurfi að flýja Ástæðan fyrir því að fólk eins og Martínez flýi land sé atvinnuleysi, glæpagengi og skortur á aðgengi að vatni, menntun og heilbrigðisþjónustu. „Fólk flýr ekki heimili sín vegna þess að það vill það, fólk flýr heimili sín vegna þess að því finnst að það þurfi þess,“ segir forsetinn. Til að stemma stigu við því að fólk flýi land þurfi El Salvador að bæta ástandið heima fyrir. „Ég held að það sé réttur að flytjast búferlaflutningum en það ætti að vera valkostur, ekki afarkostir. Í augnablikinu er það afarkostir fyrir margt fólk,“ segir Bukele.
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45