Skólabarinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2019 07:00 Á grunnskólaárum mínum seldu nemendur áfengi undir borði í skólasjoppunni. Þá var talið töff að vera fullur fjórtán ára. Grunnskólabarinn var vinsæll. Á flugfreyjuárunum óð ég í gegnum reykjarkóf til að þjóna farþegum. Þeir sem reyktu völdu reyklaus sæti en stóðu upp til að reykja aftast. Eftir vinnu þurfti oft að hreinsa tjöruna úr nefinu. Í flugferðunum lifðum við á Frosties því breski maturinn þótti óætur – enda kominn af kynslóð þar sem val á morgunmat stóð á milli Lucky Charms, Trix eða Cocoa Puffs. Mér finnst ég ekki ævagömul en þegar ég hugsa til baka þá finnst mér ég hafa lifað miklar breytingar. Dæmin að ofan minna okkur á starfið sem baráttumenn, foreldrar og þingmenn hafa unnið til að breyta umhverfi okkar og viðhorfum til hins betra. Lýðheilsustarf snýst einmitt um að styðjast við vísindi til að koma í veg fyrir sjúkdóma og bæta heilsu og vellíðan. Hefði ég alist upp í dag þá þykist ég vita að ég væri með betra minni, meira úthald og færri meltingartruflanir. Ég fyllist þakklæti við að hugsa til þess að börnin mín alast ekki upp í umhverfi þar sem það þykir sjálfsagt að vera fullur fjórtán ára, þau eru tilneydd til að anda að sér sígarettureyk og borða aðallega sykur í morgunmat. Og því þakka ég öflugu foreldrastarfi og þingmönnum sem notuðu vald sitt í þágu þjóðarinnar. Valdið er enn í höndum þingmanna. Þeir geta bætt heilsu okkar enn frekar með því að vinna áfram að því að beita aðgerðum gegn áfengis-, tóbaks- og sykurneyslu. Þar er sykurskattur árangursríkt stjórntæki sé hann vel útfærður. Og það getur þurft að fórna eiginhagsmunum fyrir fjöldann. Það er tímabært að loka nammibarnum – eins og grunnskólabarnum forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun
Á grunnskólaárum mínum seldu nemendur áfengi undir borði í skólasjoppunni. Þá var talið töff að vera fullur fjórtán ára. Grunnskólabarinn var vinsæll. Á flugfreyjuárunum óð ég í gegnum reykjarkóf til að þjóna farþegum. Þeir sem reyktu völdu reyklaus sæti en stóðu upp til að reykja aftast. Eftir vinnu þurfti oft að hreinsa tjöruna úr nefinu. Í flugferðunum lifðum við á Frosties því breski maturinn þótti óætur – enda kominn af kynslóð þar sem val á morgunmat stóð á milli Lucky Charms, Trix eða Cocoa Puffs. Mér finnst ég ekki ævagömul en þegar ég hugsa til baka þá finnst mér ég hafa lifað miklar breytingar. Dæmin að ofan minna okkur á starfið sem baráttumenn, foreldrar og þingmenn hafa unnið til að breyta umhverfi okkar og viðhorfum til hins betra. Lýðheilsustarf snýst einmitt um að styðjast við vísindi til að koma í veg fyrir sjúkdóma og bæta heilsu og vellíðan. Hefði ég alist upp í dag þá þykist ég vita að ég væri með betra minni, meira úthald og færri meltingartruflanir. Ég fyllist þakklæti við að hugsa til þess að börnin mín alast ekki upp í umhverfi þar sem það þykir sjálfsagt að vera fullur fjórtán ára, þau eru tilneydd til að anda að sér sígarettureyk og borða aðallega sykur í morgunmat. Og því þakka ég öflugu foreldrastarfi og þingmönnum sem notuðu vald sitt í þágu þjóðarinnar. Valdið er enn í höndum þingmanna. Þeir geta bætt heilsu okkar enn frekar með því að vinna áfram að því að beita aðgerðum gegn áfengis-, tóbaks- og sykurneyslu. Þar er sykurskattur árangursríkt stjórntæki sé hann vel útfærður. Og það getur þurft að fórna eiginhagsmunum fyrir fjöldann. Það er tímabært að loka nammibarnum – eins og grunnskólabarnum forðum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun