Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 21:22 Olíuskipið Stena Impero. Mynd/Stena bulk Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. Um er að ræða skipið Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, og skipið Mesdar, sem siglir undir líberískum fána en er í eigu Breta. Fyrst var greint frá því að hermenn á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, hefðu lagt hald á Stena Impero, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Stena Bulk, um klukkan fjögur að breskum tíma í dag. Haft var eftir eigendum skipsins að ekki hefði náðst samband við skipið síðan það var hertekið. Um borð eru 23 skipverjar. Seinna skipið, Masdar, sem er í eigu skosku útgerðarinnar Norbulk, er sagt hafa siglt skyndilega af leið og tekið stefnuna í átt að Íran. Skipinu var síðar sleppt úr haldi og heldur nú för sinni áfram.Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.Vísir/GettyJeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í kvöld að Íranir hefðu hertekið bæði skipin. Þá sagðist hann „gríðarlega áhyggjufullur“ vegna málsins. Skipverjar skipanna tveggja eru af mörgum þjóðernum en engir Bretar eru þó um borð. COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, fundaði í dag vegna fyrra skipsins en mun koma saman aftur vegna þess seinna. Á fundinum verður rætt hvernig losa megi skipin úr haldi Írana eins fljótt og auðið er. Þá hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti setja sig í samband við bresk stjórnvöld vegna skipanna, að því er fram kemur í frétt Reuters.Haft hefur verið eftir talsmönnum Byltingarvarðarins að hermenn hafi hertekið Stena Impero fyrir að hafa ekki farið að alþjóðlegum siglingalögum. Andað hefur köldu milli Írans og Bretlands eftir að breskir sjóliðar kyrrsettu íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Í dag tilkynntu yfirvöld í Gíbraltar að kyrrsetning skipsins yrði framlengd, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Íranir hertóku bresku skipin í dag. Íranir hafa síðustu vikur hótað því að kyrrsetja breskt olíuskip.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12