Bergmál frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 11:56 Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Mynd/Aðsend „Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp