Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs. Reykjavík Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00