Leita skuli leiða til að hindra að örnefni á ensku festi sig í sessi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 17:58 Frá brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Myndin er úr safni. Vegagerðin Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Örnefnanefnd hefur sent sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita leiða til þess að bregðast við aukinni þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku, og koma þannig í veg fyrir að ensku heitin ryðji þeim íslensku úr vegi. Í bréfinu er vísað til þáttarins Spegilsins á Rás 1 þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir íslenska staði. Innslagið bar yfirskriftina „Tók Diamond Beach Breiðamerkursand af Google?“ og vísar til þess að á kortavefnum Google Maps er ekki hægt að finna Breiðamerkursand undir sínu rétta örnefni. Sé Diamond Beach hins vegar slegið inn, blasir Breiðamerkursandur í allri sinni dýrð við þeim sem leitar. Í bréfinu eru tekin fleiri dæmi um íslensk örnefni sem snarað hefur verið yfir á ensku. Til að mynda Whispering Cliffs í stað Hljóðukletta, eða Black Sand Beach í stað Reynisfjöru. „Að skýra íslensk örnefni með því að þýða þau á erlend mál getur í vissu samhengi talist eðlileg miðlun íslensks menningararfs til útlendinga. Hins vegar verður að gæta þess að erlendu nöfnin verði ekki fyrirferðameiri en hin íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum,“ segir meðal annars í bréfinu. Nefndin biðlar því til sveitastjórna að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Eru sveitarfélög beðin um að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf þykir á og sporna þannig gegn óviðunandi nafni sem fest gæti í sessi. Örnefnanefnd segir eðlilegt að íbúar í nærumhverfi hafi frumkvæði að nafngjöf í tilvikum þar sem þykir vanta ný nöfn, á sama hátt og gert sé ráð fyrir í lögum þegar um er að ræða nöfn á nýjum náttúrufyrirbærum. Nafnatillögur berist síðan nefndinni til umsagnar og að lokum til ráðherra til staðfestingar.Bréfið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira