Þegar Helga er beðin um að lýsa sér segist hún elska góðan mat, falleg föt, chardonney og að tana.
Makamál fengu að heyra hver 10 bone-orð Helgu eru.
ON:
1. Sjálfsöryggi - án þess að vera cocky. En að vera öruggur í eigin skinni og að hafa skýr markmið í lífinu bræðir mig.
2. Góður stíll og tískuvit er möst. Nenni ekki að vera með einhverjum í ljótu outfitti.
3. Vera vegan - amk grænmetisæta, það er skilyrði. Hot að hugsa um dýr, líkama og umhverfi.
4. Góður húmor, lífið er of stutt til þess að taka því of alvarlega og allt er skemmtilegra þegar maður er hlæjandi. Ótrúlega góður eiginleiki að geta breytt lélegum degi í góðan.
5. Góð lykt og sterkir handleggir. Þarfnast ekki frekari útskýringar.
OFF:
1. Vera dónalegur við þjónustufólk, ef þú gerir það þá þarftu að hugsa þinn gang áður en þú gætir farið á deit með mér.
2. Reykingar - nákvæmlega ekkert aðlaðandi við andfýlu og óvirðingu gagnvart líkama, sorry not sorry!
3. Afbrýðisemi, lame að halda manni niðri og treysta ekki á hina manneskjuna og þora ekki að vera hreinskilin um það sem þú vilt.
4. Lélegur tónlistarsmekkur. Britney Spears, Rihanna og Ariana Grande eru my holy trinity. Ef þú skilur það ekki erum við done.
5. Hrútskýringar, ef ég bið ekki um útskýringu þá vil ég ekki fá hana. Sama með dómhörku, i hate it. Ekki eyða orku í að pæla hvað aðrir eru að gera, líttu í eigin barm áður en þú dæmir aðra (nema þau séu í ljótum skóm).

