Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi.
Konan var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og var yfirheyrð nú síðdegis. Ekki fengust upplýsingar um það hvort grunur sé um íkveikju en Jóhann Karl segir að rannsókn verði væntanlega lokið á föstudag.
Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að konan er ekki leigutaki stúdentaíbúðarinnar.
Konan laus úr haldi lögreglu

Tengdar fréttir

Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum
Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu.

Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu
Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar
Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar