Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. júlí 2019 19:45 Samskipti á Tinder geta stundum verið mjög skýr og hnitmiðuð. Ef þú ert að leita eftir skyndikynnum þá er auðvitað gott að vera hreinskilin. En aldrei á kostnað virðingar eða almennrar kurteisi. Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. Sjálf gekk ég í gegnum ólík tímabil þegar ég var einhleyp. Ég átti stundum mjög erfitt með það að hleypa fólki nálægt mér og gat þá jafnvel virkað dofin og köld í samskiptum við stráka. Ég vissi ekkert endilega eftir hverju ég var að leita heldur fálmaði áfram stefnulaus í fangið á einhverjum og varð svo ótrúlega hissa þegar ég svo kom mér í flækjur. Stundum var ég ekki nógu skýr, stundum lenti ég í þeim aðstæðum að særa einhvern því ég var ekki 100% hrein og bein. En ég fékk samviskubit, sá að mér og skammaðist mín, réttilega. Ég baðst afsökunar.Embarrassed GIF from Embarrassed GIFsÁ rafrænu formi er mjög auðvelt að vera skýr, stundum auðveldara en augliti til auglitis. Á stefnumótaforritum eins og Tinder er fólk yfirleitt mjög skýrt, stundum óþægilega skýrt. En þó svo að það sé alltaf gott að vera skýr og heiðarlegur, hvort sem þú ert að sækjast eftir skyndikynnum eða sambandi, þá þarf það ekki að vera á kostnað virðingar og kurteisi. Ég hef sjálf lent í samskiptum á Tinder þar sem ég upplifði mig eins og ég stæði nakin í rauðlýstum glugga með „ókeypis í kvöld“ skilti framan á mér. Bláókunnugir menn spurðu hvernig mér þætti gott að láta taka mig. Þessi spurning kom kannski eftir stutt spjall um aldur, menntun og starfsferil ef samtalið komst svo langt á annað borð. Eftir að hafa upplifað svona samskipti oftar en þrisvar var þetta hætt að hreyfa við mér. Ég varð dofin og bara svæpaði áfram. Ég aðlagaðist. Um daginn hringdi vinkona mín í mig. Hún var búin að vera á Tinder og hafði „matchað“ við mjög viðkunnalegan strák. Þessi viðkunnalegi strákur ákvað að byrja samtalið eina nóttina svona: Klukkan var rúmlega tvö um nótt þegar hann sendi þetta og vinkona mín sá skilaboðin morguninn eftir. Við ræddum aðeins um þetta og vorum eðlilega báðar hneykslaðar. Þau höfðu aldrei hist eða talað saman en þetta var línan sem hann ákvað að byrja á. Hversu niðurlægjandi? Ég hafði nýverið heyrt um heimasíðuna City of Love sem er ætluð vændiskaupum og benti henni á að þessi skilaboð ættu frekar heima þar. Hún ákvað að svara honum rétt eftir hádegi þar sem hún ímyndaði sér að hann væri þá vaknaður eftir fyllerí gærkvöldsins. Hún sendi honum hlekk á síðuna City of Love. Hún bjóst jafnvel við því að hann yrði miður sín og myndi biðjast afsökunar. En nei, þetta var svarið hans. Hún ákvað að svara og þá vottaði aðeins fyrir því að hann sæi taktleysið í framkomu sinni. Vinkona mín hélt sér allan tímann við kurteisa framkomu og reyndi að svara skýrt. Hún bjóst þá frekar við því að hann áttaði sig á því hvað þetta voru fáránlegar samræður. En aftur í stað þess að sjá að sér, hélt hann áfram. Eftir þetta síðasta svar hennar þá „unmatchaði“ hann hana. Þegar ég ræddi svo við vinkonu mína um kvöldið þá reyndi hún að hlægja að þessu. Hún sagðist ekki ætla að taka þetta nærri sér. Ég skildi hana, ég hafði verið í sömu sporum. En svo þegar ég hugsaði lengur um þetta fann ég að það byrjaði að ólga inni í mér. Þetta er langt frá því að vera í lagi. Við eigum ekki að aðlagast svona framkomu. Við eigum alls ekki að líða svona framkomu hvort sem við erum konur eða karlar. Því meira sem við líðum svona samskipti og sættum okkur við þau því lengra gengur þetta og við verðum ónæm. Við verðum dofin. Þessi maður ætti að vera með samviskubit, ætti að sjá að sér og skammast sín, réttilega. Þessi maður ætti að biðjast afsökunar. Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hvor aðilinn bar upp bónorðið? Í spurningu síðustu Makamála var verið að leitast eftir áliti fólks á því hvor aðilinn í gagnkynhneigðum samböndum ætti að bera upp bónorðið. Í gegnum tíðina hefur sú hefð myndast að karlmaðurinn sé aðilinn sem biðji konu sinnar en með breyttum tímum og auknu jafnrétti kynjanna hefur viðhorf fólk breyst. En hvernig ætli þetta sé í raun og veru? 26. júlí 2019 09:45 Viltu gifast Beta? Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir eða Beta eins og hún er oftast kölluð er dóttir tónlistarfólksins og hjónanna Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnars. Í dag gaf Beta út sitt fyrsta sóló lag, Do it on my own, og er það nú aðgengilegt á Spotify. 25. júlí 2019 19:45 Emojional: Ásta Kristjáns Ásta Kristjánsdóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari í Reykjavik og rekur hún ljósmyndastúdíóið Studio8. Þessa dagana er Ásta með mörg járn í eldinum og er meðal annars að vinna í nýrri íslenskri vöru sem kemur á markað núna í lok sumars. Makamál tóku létt spjall á Facebook við Ástu og spurðu hana um lífið, tilveruna og ástina. 26. júlí 2019 14:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hundrað íslensk útilegulög fyrir ferðaþyrstan landann Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. Sjálf gekk ég í gegnum ólík tímabil þegar ég var einhleyp. Ég átti stundum mjög erfitt með það að hleypa fólki nálægt mér og gat þá jafnvel virkað dofin og köld í samskiptum við stráka. Ég vissi ekkert endilega eftir hverju ég var að leita heldur fálmaði áfram stefnulaus í fangið á einhverjum og varð svo ótrúlega hissa þegar ég svo kom mér í flækjur. Stundum var ég ekki nógu skýr, stundum lenti ég í þeim aðstæðum að særa einhvern því ég var ekki 100% hrein og bein. En ég fékk samviskubit, sá að mér og skammaðist mín, réttilega. Ég baðst afsökunar.Embarrassed GIF from Embarrassed GIFsÁ rafrænu formi er mjög auðvelt að vera skýr, stundum auðveldara en augliti til auglitis. Á stefnumótaforritum eins og Tinder er fólk yfirleitt mjög skýrt, stundum óþægilega skýrt. En þó svo að það sé alltaf gott að vera skýr og heiðarlegur, hvort sem þú ert að sækjast eftir skyndikynnum eða sambandi, þá þarf það ekki að vera á kostnað virðingar og kurteisi. Ég hef sjálf lent í samskiptum á Tinder þar sem ég upplifði mig eins og ég stæði nakin í rauðlýstum glugga með „ókeypis í kvöld“ skilti framan á mér. Bláókunnugir menn spurðu hvernig mér þætti gott að láta taka mig. Þessi spurning kom kannski eftir stutt spjall um aldur, menntun og starfsferil ef samtalið komst svo langt á annað borð. Eftir að hafa upplifað svona samskipti oftar en þrisvar var þetta hætt að hreyfa við mér. Ég varð dofin og bara svæpaði áfram. Ég aðlagaðist. Um daginn hringdi vinkona mín í mig. Hún var búin að vera á Tinder og hafði „matchað“ við mjög viðkunnalegan strák. Þessi viðkunnalegi strákur ákvað að byrja samtalið eina nóttina svona: Klukkan var rúmlega tvö um nótt þegar hann sendi þetta og vinkona mín sá skilaboðin morguninn eftir. Við ræddum aðeins um þetta og vorum eðlilega báðar hneykslaðar. Þau höfðu aldrei hist eða talað saman en þetta var línan sem hann ákvað að byrja á. Hversu niðurlægjandi? Ég hafði nýverið heyrt um heimasíðuna City of Love sem er ætluð vændiskaupum og benti henni á að þessi skilaboð ættu frekar heima þar. Hún ákvað að svara honum rétt eftir hádegi þar sem hún ímyndaði sér að hann væri þá vaknaður eftir fyllerí gærkvöldsins. Hún sendi honum hlekk á síðuna City of Love. Hún bjóst jafnvel við því að hann yrði miður sín og myndi biðjast afsökunar. En nei, þetta var svarið hans. Hún ákvað að svara og þá vottaði aðeins fyrir því að hann sæi taktleysið í framkomu sinni. Vinkona mín hélt sér allan tímann við kurteisa framkomu og reyndi að svara skýrt. Hún bjóst þá frekar við því að hann áttaði sig á því hvað þetta voru fáránlegar samræður. En aftur í stað þess að sjá að sér, hélt hann áfram. Eftir þetta síðasta svar hennar þá „unmatchaði“ hann hana. Þegar ég ræddi svo við vinkonu mína um kvöldið þá reyndi hún að hlægja að þessu. Hún sagðist ekki ætla að taka þetta nærri sér. Ég skildi hana, ég hafði verið í sömu sporum. En svo þegar ég hugsaði lengur um þetta fann ég að það byrjaði að ólga inni í mér. Þetta er langt frá því að vera í lagi. Við eigum ekki að aðlagast svona framkomu. Við eigum alls ekki að líða svona framkomu hvort sem við erum konur eða karlar. Því meira sem við líðum svona samskipti og sættum okkur við þau því lengra gengur þetta og við verðum ónæm. Við verðum dofin. Þessi maður ætti að vera með samviskubit, ætti að sjá að sér og skammast sín, réttilega. Þessi maður ætti að biðjast afsökunar.
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hvor aðilinn bar upp bónorðið? Í spurningu síðustu Makamála var verið að leitast eftir áliti fólks á því hvor aðilinn í gagnkynhneigðum samböndum ætti að bera upp bónorðið. Í gegnum tíðina hefur sú hefð myndast að karlmaðurinn sé aðilinn sem biðji konu sinnar en með breyttum tímum og auknu jafnrétti kynjanna hefur viðhorf fólk breyst. En hvernig ætli þetta sé í raun og veru? 26. júlí 2019 09:45 Viltu gifast Beta? Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir eða Beta eins og hún er oftast kölluð er dóttir tónlistarfólksins og hjónanna Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnars. Í dag gaf Beta út sitt fyrsta sóló lag, Do it on my own, og er það nú aðgengilegt á Spotify. 25. júlí 2019 19:45 Emojional: Ásta Kristjáns Ásta Kristjánsdóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari í Reykjavik og rekur hún ljósmyndastúdíóið Studio8. Þessa dagana er Ásta með mörg járn í eldinum og er meðal annars að vinna í nýrri íslenskri vöru sem kemur á markað núna í lok sumars. Makamál tóku létt spjall á Facebook við Ástu og spurðu hana um lífið, tilveruna og ástina. 26. júlí 2019 14:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hundrað íslensk útilegulög fyrir ferðaþyrstan landann Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Komu snilldarlega „út úr skápnum“ með hjálp TikTok Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Hvor aðilinn bar upp bónorðið? Í spurningu síðustu Makamála var verið að leitast eftir áliti fólks á því hvor aðilinn í gagnkynhneigðum samböndum ætti að bera upp bónorðið. Í gegnum tíðina hefur sú hefð myndast að karlmaðurinn sé aðilinn sem biðji konu sinnar en með breyttum tímum og auknu jafnrétti kynjanna hefur viðhorf fólk breyst. En hvernig ætli þetta sé í raun og veru? 26. júlí 2019 09:45
Viltu gifast Beta? Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir eða Beta eins og hún er oftast kölluð er dóttir tónlistarfólksins og hjónanna Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnars. Í dag gaf Beta út sitt fyrsta sóló lag, Do it on my own, og er það nú aðgengilegt á Spotify. 25. júlí 2019 19:45
Emojional: Ásta Kristjáns Ásta Kristjánsdóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari í Reykjavik og rekur hún ljósmyndastúdíóið Studio8. Þessa dagana er Ásta með mörg járn í eldinum og er meðal annars að vinna í nýrri íslenskri vöru sem kemur á markað núna í lok sumars. Makamál tóku létt spjall á Facebook við Ástu og spurðu hana um lífið, tilveruna og ástina. 26. júlí 2019 14:00