Skaðabætur vegna illgresiseyðisins Roundup stórlækkaðar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 14:49 Monsanto framleiddi Roundup en þýska stórfyrirtækið Bayer keypti fyrirtækið fyrir 63 milljarða dollara í fyrra. Vísir/EPA Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins. Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48
Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55