Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 11:30 Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Getty/Ray Tamarra Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð. Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Leyniþjónustan í Bandaríkjunum handtók í morgun 26 ára konu að nafni Rebecca Kanter í sænska sendiráðinu eftir að hún fór hamförum, hótaði starfsfólki og vann skemmdarverk í sendiráðinu. Kanter var æf vegna, að hennar sögn, illrar meðferðar á bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem í gær var ákærður fyrir líkamsárás. Rocky hefur verið í haldi sænskra yfirvalda frá 30. júní síðastliðnum. Honum er gert að sök að hafa ráðist að manni, ásamt tveimur vinum sínum, sama dag og hann átti að koma fram á tónlistarhátíð í Stokkhólmi. Atvikið náðist á myndbandi og er það eitt af aðalsönnungargögnunum í málinu. Sænski saksóknarinn Daniel Suneson sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið sem hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sé ekki það eina sem bendi til glæpsamlegs athæfis rapparans. Lögreglan hafi aðgang að mun fleiri sönnunargögnum auk þess að samræmi sé í frásögn meints þolanda árásarinnar og vitna. Rocky gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.Samkvæmt heimildum Politico á Kanter að hafa bölsótast út í og húðskammað starfsfólk sendiráðs Svíþjóðar sem á sama tíma voru að taka á móti hópi háskólanema. William Ayers, lögreglufulltrúi, segir Kanter hafa valdið eignatjóni í sendiráðinu. Hún hafi sparkað niður sýningartjaldi og stofuborði. Starfsfólkið hafi sagt henni að yfirgefa sendiráðið samstundis. Kanter hafi þverneitað og raunar sest á gólfið og sagt: „Hringdu á lögregluna því ég fer ekki fet“. Kanter einnig gert að sök að hafa í gær kastað kóladrykk í sendiráðið og öskrað: „Ég ætla að sprengja þennan mannfjanda í loft upp“. Þá segja lögregluyfirvöld að Kanter hafi spurt fylgjendur sína á samfélagsmiðlum hvers vegna hún fengi enga umfjöllun í fjölmiðlum vegna gjörða sinna. Kanter er langt frá því að vera ein um að hafa látið í ljós óánægju sína með yfirvöld í Svíþjóð því Donald Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa A$AP Rocky úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð.
Bandaríkin Donald Trump Dómsmál Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00