Gekk berserksgang í hálfan sólarhring Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 08:24 Gerry Dean Zaragoza tókst að skjóta fjóra til bana áður en hann var handtekinn. LAPD Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira