Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:37 Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. samsett mynd Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að reglulegt beint flug til og frá Akureyri sé stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Þannig myndi opnast önnur gátt inn í landið og erlendir ferðamenn fá raunhæfan valkost á að sækja landsbyggðina heim og dreifa álaginu um land allt. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi finni vel fyrir fækkun ferðamanna í sumar. Hún geri ráð fyrir að um 15% fækkun. Hún segir ferðamenn útiloka staðina fjærst höfuðborginni í sparnaðarskini og Norðurland lendi þar af leiðandi undir hnífnum. Erfitt sé að fá þá ferðamenn sem þó heimsækja Norðurland til að dvelja þar í meira en eina nótt.Uggandi yfir næstu misserum „Við erum uggandi yfir næstu misserum vegna þess að þetta hefur áhrif. Nú er auðvitað háannatími þar sem menn eru að reyna að ná inn sem mestu tekjum. Framundan er haust og vetur þar sem við erum ennþá með mikla árstíðarsveiflu sem við eigum eftir að sjá hvernig kemur út. Yfir vetratímann eru menn enn tregari til að fara út á land og eru að taka styttri ferðir,“ segir Arnheiður sem var í viðtali í Bítinu í gær. Hún telur ærið tilefni til að fara vel ofan í saumana á áhrifum gjaldþrots flugfélagsins WOW Air á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mikilvægt sé að gera ráðstafanir fyrir veturinn og markaðssetja landið vel.Stækka þarf flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að liðka fyrir millilandaflugi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbygging flugvallarins á Akureyri lykilatriði Ásthildur tekur undir með Arnheiði og segir ljóst að ferðmenn forðist að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu því mörgum finnist heldur dýrt á Íslandi. „Við höfum kallað mjög eftir frekari uppbyggingu á flugvellinum á Akureyri þannig að það sé hægt að vera með beint flug frá Evrópu til Akureyrar þannig að við dreifum ferðamönnum betur og þessa aðra gátt inn í landið,“ segir Ásthildur. Til þess að það verði að veruleika þyrfti að stækka flugstöðina og byggja upp flughlað þannig að hægt sé að lenda þotunum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki stórir peningar þegar við horfum á heildarhagsmunina og þess vegna er algjörlega óskiljanlegt að það sé ekki búið að leggja í þessa fjárfestingu.“ Ásthildur segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar séu rúmir þrír milljarðar. Það væri best að ráðast í þær sem allra fyrst til þess að uppbyggingin geti hafist sem allra fyrst.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Skipulagsstofnun segir skorta á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Of mikið sé einblínt á óskir flugfélaga og ekki hugsað til samfélagslegra áhrifa. 27. nóvember 2018 07:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00