Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 23:00 Guðlaugur Þór og Boris á fundi NATO árið 2017 EPA/ Stephanie LeCOCQ „Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
„Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira