Þessa dagana er hann að undirbúa hina árlegu Fiskidagstónleika á Dalvík ásamt því að skipuleggja Masterclass í trommuleik sem hann verður með út um allt land í haust og vetur.
Það er því í mörg horn að líta hjá Benna þessa dagana og er trommukjuðinn aldrei langt undan þar sem að hann er á fullu að spila meðfram þessum verkefnum.
Makamál tóku létt spjall við Benna og fengu að spyrja hann aðeins um lífið og tilveruna.
Svörin eru í formi lagatitla (feitletruð) og er hægt að nálgast Spotify playlista með öllum lögunum hér neðst í greininni.
1. Hver er Benni?
Ég er svolítill go your own way strákur sem finnst gott að vera til.
2. Hvað er ást?
Þegar I don't wanna miss a thing með henni og er algjörlega amazed.
3. Hvað er það sem heillar þig upp úr skónum?
Það er eitt sem heillar mig alltaf upp úr skónum og það er when I see you smile.
4. Hjúskaparstaða?
All by myself.
Já, algjörlega. Ég set upp hungry eyes og græja bed of roses.
6. Hvað er það skemmtilegasta sem að þú gerir?
Það er klárlega þegar ég er að play that funky music.
7. Þegar þú þarft að koma þér í gott skap?
Opna fataskáp afturí, dressa mig upp og hitti góða vini.
8. Framtíðardraumar?
Wouldn't it be nice að eiga lítið hús á Bali og liggja bara á ströndinni með the ones you love.
Láttu þér líða vel og dream big.
10. Hvað er ástarsorg?
Fyrir mér er það svona boulevard of broken dreams.
11. Hvernig hljómar draumadagurinn?
Hann er klárlega í sól og sumaryl, feeling good vibrations.
12. Ef það yrði gerð bíómynd um þig, hvað myndi hún heita?
Benedikt Brynleifsson - Rock'n'roll öll mín bestu ár.
Lag nr. 7 á Music Box plötu Mariah Carey, Without You. Geggjað lag og mörg unglingsáratár fallið.
14. Uppáhaldsstaður?
Það er og verður alltaf Akureyri.
15. Einhver lokaskilaboð út í heiminn?
Just smile and be nice, það gerir allt betra.
Lítill fugl hvíslaði því að okkur að hægt væri að finna Instagram prófilinn hans hér.