Litlu munaði að rússneskur verksmiðjutogari sykki með fjóra unglinga um borð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. júlí 2019 20:00 Verksmiðjutogarinn Orlik við Njarðvíkurhöfn. Stöð 2 Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór. Reykjanesbær Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór.
Reykjanesbær Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira