Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 16:22 Lögreglan beitir mótmælendur í Hong Kong táragasi. AP/Jacky Cheung Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögregla hafði merkt hversu langt mótmælendur mættu fara en innan markanna eru ríkisstjórnarbyggingar. Mótmælendur virtu þessi mörk að vettugi og gengu áfram að stjórnarbyggingunum.Sjúkraliðar hlúa að mótmælanda sem varð fyrir táragasi.AP/Bobby YipFjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní sem upphaflega hófust vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en snúast nú um lýðræðið í Hong Kong og krefjast mótmælendur aukins lýðræðis. Ákveðnir hópar krefjast sjálfstæðis héraðsins. Seint á sunnudag sást óeirðalögreglan, með gasgrímur og skyldi, þrengja að mótmælendum nálægt ferjuhöfn á stærstu eyjunni.AP/Bobby YipÁ myndum sem teknar eru fyrir utan samskiptastofnun Kína, sjást skilti sem búið er að þekja veggja kroti. Meðal annars stendur þar: „Þið kennduð okkur að friðsöm mótmæli skila engu.“ Sumir mótmælenda spreyjuðu á öryggismyndavélar fyrir utan lögreglustöð til að koma í veg fyrir upptöku. Mikil spenna var fyrir mótmælin á sunnudag vegna stórs sprengiefnafundar á föstudag. Meðal sprengiefnanna fundust dreifirit frá mótmælunum.Lögreglan beinir byssum að mótmælendum en þeir hafa skotið þá með gúmmíkúlum í dag.AP/Vincent YuÁ laugardag voru haldin mót-mótmæli til að sýna stuðning við lögreglu og gegn ofbeldisfullum mótmælum. Tugir þúsunda mættu á þau mótmæli. Notkun táragass, gúmmíkúlna og skemmdarverk stjórnarbygginga hefur skapað eitt mesta ófremdarástand sem verið hefur um árabil í borginni. Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi til að rýma þinghúsið Flestir mótmælendurnir yfirgáfu þinghúsið af sjálfsdáðum. 1. júlí 2019 23:11 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögregla hafði merkt hversu langt mótmælendur mættu fara en innan markanna eru ríkisstjórnarbyggingar. Mótmælendur virtu þessi mörk að vettugi og gengu áfram að stjórnarbyggingunum.Sjúkraliðar hlúa að mótmælanda sem varð fyrir táragasi.AP/Bobby YipFjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní sem upphaflega hófust vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en snúast nú um lýðræðið í Hong Kong og krefjast mótmælendur aukins lýðræðis. Ákveðnir hópar krefjast sjálfstæðis héraðsins. Seint á sunnudag sást óeirðalögreglan, með gasgrímur og skyldi, þrengja að mótmælendum nálægt ferjuhöfn á stærstu eyjunni.AP/Bobby YipÁ myndum sem teknar eru fyrir utan samskiptastofnun Kína, sjást skilti sem búið er að þekja veggja kroti. Meðal annars stendur þar: „Þið kennduð okkur að friðsöm mótmæli skila engu.“ Sumir mótmælenda spreyjuðu á öryggismyndavélar fyrir utan lögreglustöð til að koma í veg fyrir upptöku. Mikil spenna var fyrir mótmælin á sunnudag vegna stórs sprengiefnafundar á föstudag. Meðal sprengiefnanna fundust dreifirit frá mótmælunum.Lögreglan beinir byssum að mótmælendum en þeir hafa skotið þá með gúmmíkúlum í dag.AP/Vincent YuÁ laugardag voru haldin mót-mótmæli til að sýna stuðning við lögreglu og gegn ofbeldisfullum mótmælum. Tugir þúsunda mættu á þau mótmæli. Notkun táragass, gúmmíkúlna og skemmdarverk stjórnarbygginga hefur skapað eitt mesta ófremdarástand sem verið hefur um árabil í borginni.
Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi til að rýma þinghúsið Flestir mótmælendurnir yfirgáfu þinghúsið af sjálfsdáðum. 1. júlí 2019 23:11 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47
Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00
Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi til að rýma þinghúsið Flestir mótmælendurnir yfirgáfu þinghúsið af sjálfsdáðum. 1. júlí 2019 23:11
Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58