Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 23:29 Frá ebólumeðferðarstöð í Kongó. Vísir/Getty Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05
Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45
Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15