Ráðherra undrast að sjúkraflug hafi tafist vegna óvissu um greiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2019 12:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Sjá meira
Sjúkraflug með meðvitundarlausa erlendan ferðamanna tafðist um tvær klukkustundir þar sem óljóst var um hver mundi greiða fyrir flutninginn. Heilbrigðisráðherra segir það koma á óvart að málið hafi verið unnið með þessum hætti og segir að heilbrigðisþjónusta skuli ávallt, fyrst og fremst, taka mið af öryggi sjúklingsins. Nýverið kom upp tilfelli þar sem tafir urðu á að flytja meðvitundarlausan erlenda ferðamann á spítala í Reykjavík með sjúkraflugi, þar sem óljóst var um hvort hann væri sjúkratryggður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjúkraflugið tafðist um tvær klukkustundir á meðan gengið var úr skugga um tryggingamál hans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir málið koma á óvart. „Ég verð að segja það að það kemur mér á óvart og ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þetta á næstu dögum og vikum og það verður væntanlega gert í ráðuneytinu,“ segir Svandís. Staða erlendra ferðamanna er óljósari, hvað varðar tryggingar, ef þeir komi frá Bandaríkjunum, Asíu og fleiri stöðum. Ein ástæðan fyrir töfum í sjúkraflugi er sögð sú að Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi á landinu, krefst fyrirfram greiðslu vegna flutnings á ótryggðum einstaklingum en kostnaðurinn getur numið allt að einni milljón. Mýflug hefur sinnt sjúkraflugi síðan 2006 með samningi við Heilbrigðisráðuneytið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi samninginn um sjúkraflug með þetta í huga. „Það er bara auðvitað eitt af því sem þarf að kanna. Við þurfum að fara ofan í saumana á málinu. Ég hef ekki svör við þessu á reiðum höndum akkúrat í dag en við þurfum auðvitað í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og ráðuneytið og viðkomandi heilbrigðisstofnanir að skoða þetta því það er augljóst að þetta verður vaxandi viðfangsefni með aukinn ferðamennsku og svo framvegis. þessar spurningar eru þannig að þeim þarf að svara,“ segir Svandís. Heilbrigðisráðherra segir að heilbrigðisþjónusta þurfi að vera tryggð og ekki tefjast á forsendum sem þessum, sér í lagi með veika eða lífshættulega slasaða einstaklinga. „Það verður að vera, hvaða heilbrigðisþjónusta sem það er, hvort sem að það eru utanspítalaþjónusta eða önnur heilbrigðisþjónusta að þá þarf hún fyrst að fremst að taka mið af öryggi sjúklingsins,“ segir Svandís.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Sjá meira