Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 18:41 Javid fjármálaráðherra hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. Vísir/EPA Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58