Makamál setti inn könnun mánudaginn eftir Versló þar sem spurningunni var beint að einhleypu fólki.
Lentir þú í ástarævintýri um Versló?
Samkvæmt lesendum Vísis segist tæplega þriðjungur einhleypra hafa lent í einhvers konar ástarævintýri um Versló. Rúmlega helmingur einhleypra segist hins vegar ekki hafa verið að leita eftir neinu.
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður úr könnuninni hér fyrir neðan:
Já, er með fiðrildi í maganum - 14%
Já, einnar nætur gamni - 14%
Nei, því miður - 21%
Nei, var ekki að leita eftir neinu 51%
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 í morgun, ræddu niðurstöðurnar og kynntu til leiks spurningu næstu viku.