Morðóður maður handtekinn í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 18:21 Maðurinn var loks handtekinn við 7-11-verslun í Santa Ana en ekki áður en hann hafði stungið öryggisvörð þar til bana. AP/Alex Gallardo Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít. Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann á fertugsaldri sem gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í gær, að því er virðist að handahófi. Árásarmaðurinn og fjögur fórnlömb hans eru sögð af rómönskum ættum. AP-fréttastofan segir að maðurinn, sem er 33 ára gamall, hafi rænt fjölda fyrirtækja og myrt tvo menn í fjölbýlishúsi þar sem hann býr í borginni Garden Grove. Hann var handtekinn þegar hann kom út úr verslun í nágrannaborginni Santa Ana. Þar hafði hann tekið byssu af öryggisverði sem hann stakk til bana. Talið er að fórnarlömb mannsins hafi verið valin að handahófi. „Rán, hatur og morð“ eru einu ástæður morðanna svo sé, að sögn Carl Whitney, liðsforingja í lögreglunni í Garden Grove. „Við vitum að þessi náungi var fullur af hatri og hann skaðaði margt fólk í kvöld,“ sagði Whitney.Hjó nærri því nefið af manni sem dældi eldsneyti á bíl sinn Til einhvers konar ágreinings virðist hafa komið á milli árásarmannsins og tveggja manna í fjölbýlishúsinu. Hann stakk þá báða til bana. Hann stakk næst konu, starfsmann tryggingafyrirtækis sem hann rændi, ítrekað. Talið er að konan komist lífs af. Næst réðst maðurinn á viðskiptavin bensínstöðvar sem var að dæla eldsneyti á bíl sinn. Stakk hann viðskiptavininn í bakið og hjó nærri af honum nefið, að sögn lögreglu. Sú atlaga virðist hafa verið með öllu tilefnislaus þar sem árásarmaðurinn gerði enga tilraun til að ræna manninn. Loks náðist árásarmaðurinn eftir að hann stakk öryggisvörð í 7-11-verslun í Santa Ana til bana. Hann gafst þá upp og lét frá sér stóran hníf og byssu sem hann hafði skorið úr belti öryggisvarðarins. Kom þá í ljós að hann hafði einnig stungið starfsmann Subway-veitingastaðar í nágrenninu til bana í vopnuðu ráni þar. Hnífsstungumorðin koma fast á hæla tveggja mannskæðra skotárása í Ohio og Texas um helgina þar sem vopnaðir menn skutu 31 til bana. Sérstaka athygli hefur ódæðið í El Paso í Texas vakið því morðinginn virðist hafa látið til skarar skríða vegna andúðar sinnar á innflytjendum og útlendingum. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Árásarmanninum og fjórum fórnarlömbum hans er lýst sem af rómönskum ættum. Tvö fórnarlambanna eru hvít.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent