Hundruð eyjaskeggja komast ekki til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 16:50 Frá Mont Orgueil-kastala í bænum Gorey á Jersey. Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri. Greint er frá áhrifum gjaldþrotsins á vef dagblaðsins Jersey Evening Post, sem fjallar um málefni Ermarsundseyjarinnar. Þar segir að eyjaskeggjar hafi m.a. bókað Íslandsferðirnar í gegnum ferðaskrifstofurnar Travelmaker og Bellingham Travel, sem starfræktar eru á Ermarsundseyjum. Fyrirhugað var að bjóða upp á beint flug á vegum Super Break frá Jersey til Íslands. Haft er eftir Carl Winn, yfirmanni markaðsmála hjá móðurfyrirtæki Travelmaker, að 136 farþegar hafi átt bókaðar ferðir til Íslands í mars á næsta ári. Öllum farþegunum hafi verið gert viðvart um gjaldþrot Super Break og ferðaskrifstofan aðstoði þá við að fá endurgreiðslu. Þá segir Brian Kelly, framkvæmdastjóri Bellingham Travel, að Íslandsdraumar fjölda viðskiptavina fyrirtækisins séu úti. Uppselt hafi verið í fyrstu ferð Bellingham Travel til Íslands og um fjórðungur sæta í aðra ferð, sem bætt var við vegna aðsóknar, hafi þegar selst. Flytja átti farþegana til Íslands með Boeing 757-flugvél flugfélagsins Titan Airways, sem tekur yfir 200 farþega, að því er fram kemur í frétt Jersey Evening Post.Bókanir 50 þúsund farþega í uppnámi Super Break bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar frá árinu 2017. Haft var eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, strax í kjölfar fregna af gjaldþrotinu í byrjun mánaðar að brotthvarf Super Break af markaði væri áfall fyrir þá sem hafi komið að verkefninu, þ.e. fluginu á milli Akureyrar og Bretlands. Viðskipti ferðaþjónustufyrirtækja víða á Norðurlandi væru í uppnámi þar sem mörg félög hafi byggt rekstur sinn í kring um fyrirhugaðar flugferðir. Þá hefði rekstrarstöðvun fyrirtækisins komið á óvart. Talið er að gjaldþrot Malvern Group, móðurfélags Super Break, hafi sett strik í reikning yfir 50 þúsund farþega sem áttu bókaðar ferðir hjá Super Break og öðrum dótturfélögum til áfangastaða víða um heim. Bretland Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri. Greint er frá áhrifum gjaldþrotsins á vef dagblaðsins Jersey Evening Post, sem fjallar um málefni Ermarsundseyjarinnar. Þar segir að eyjaskeggjar hafi m.a. bókað Íslandsferðirnar í gegnum ferðaskrifstofurnar Travelmaker og Bellingham Travel, sem starfræktar eru á Ermarsundseyjum. Fyrirhugað var að bjóða upp á beint flug á vegum Super Break frá Jersey til Íslands. Haft er eftir Carl Winn, yfirmanni markaðsmála hjá móðurfyrirtæki Travelmaker, að 136 farþegar hafi átt bókaðar ferðir til Íslands í mars á næsta ári. Öllum farþegunum hafi verið gert viðvart um gjaldþrot Super Break og ferðaskrifstofan aðstoði þá við að fá endurgreiðslu. Þá segir Brian Kelly, framkvæmdastjóri Bellingham Travel, að Íslandsdraumar fjölda viðskiptavina fyrirtækisins séu úti. Uppselt hafi verið í fyrstu ferð Bellingham Travel til Íslands og um fjórðungur sæta í aðra ferð, sem bætt var við vegna aðsóknar, hafi þegar selst. Flytja átti farþegana til Íslands með Boeing 757-flugvél flugfélagsins Titan Airways, sem tekur yfir 200 farþega, að því er fram kemur í frétt Jersey Evening Post.Bókanir 50 þúsund farþega í uppnámi Super Break bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar frá árinu 2017. Haft var eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, strax í kjölfar fregna af gjaldþrotinu í byrjun mánaðar að brotthvarf Super Break af markaði væri áfall fyrir þá sem hafi komið að verkefninu, þ.e. fluginu á milli Akureyrar og Bretlands. Viðskipti ferðaþjónustufyrirtækja víða á Norðurlandi væru í uppnámi þar sem mörg félög hafi byggt rekstur sinn í kring um fyrirhugaðar flugferðir. Þá hefði rekstrarstöðvun fyrirtækisins komið á óvart. Talið er að gjaldþrot Malvern Group, móðurfélags Super Break, hafi sett strik í reikning yfir 50 þúsund farþega sem áttu bókaðar ferðir hjá Super Break og öðrum dótturfélögum til áfangastaða víða um heim.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51
Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26