Íslenskar tengingar í Eurovision-sigurvegara Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2019 07:30 "Þetta var mikil upplifun og erum eiginlega ekki komin niður á jörðina aftur ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Gunnar. Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri. Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri.
Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira