Sveinn Þór Steingrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Magna á Grenivík. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magna.
Sveinn tók við Dalvík/Reyni á miðju sumri 2017. Ári síðar stýrði hann liðinu til sigurs í 3. deildinni.
Sveinn kemur til Magna frá KA þar sem hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Hann tekur við þjálfarastarfinu hjá Magna af Páli Viðari Gíslasyni sem sagði starfi sínu lausu.
Magni er í tólfta og neðsta sæti Inkasso-deildar karla með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Magnamenn hafa tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 2-10.
Sveinn stýrir Magna í fyrsta sinn þegar liðið sækir Hauka heim eftir viku.

