Duttu í lukkupottinn í ruslagámi í Austurstræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 10:15 Pavel Klega sést hér hæstánægður með rúllutertuna sem hann fann á bakvið 10-11 í Austurstræti. Skjáskot Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar. Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar.
Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00