Stendur á fimmtugu og fagnar með afmælisbúbli Davíð Stefánsson skrifar 16. ágúst 2019 08:00 Valur hefur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar FBL/ERNIR Leikarinn Valur Freyr Einarsson er flestum Íslendingum að góðu kunnur úr ótal bíómyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann ætlar að fagna með vinum og vandamönnum í tilefni dagsins og bjóða upp Valur Freyr fæddist þann 16. ágúst árið 1969, yngstur fimm bræðra. Fyrstu tvö árin bjó hann í Fossvoginum í Reykjavík en fjölskylda hans flutti síðan í Garðabæ. Eftir grunnskóla fylgdi hann eldri bróður sínum í Menntaskólann í Reykjavík og stefndi á læknisfræði við Háskóla Íslands. En á menntaskólaárunum fékk hann áhuga á íslensku og bókmenntum. Eftir að hafa tekið virkan þátt í Herranótt, leiklistarfélagi MR, fór hugurinn að leita á önnur mið og leiklistin togaði í hann. Á grunnskólaárunum í Flataskóla í Garðabæ lék Valur kotbóndann Jón í leikritinu Gullna hliðið. Það breytti miklu, því þá fékk hann í fyrsta sinn þá tilfinningu að leiklist væri skemmtilegt fyrirbæri. „Við mamma hlustuðum á Útvarpsleikshúsið í útvarpinu öll fimmtudagskvöld og ég sat alveg límdur yfir því,“ segir Valur. Valur nam leiklist við Manchester Metropolitan School of Theatre og útskrifaðist árið 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann er annar stofnenda CommonNonsense sem hefur framleitt leikhúsverkefni frá árinu 2001, meðal annars verkin Forðist okkur, Tengdó og Dagbók jazzsöngvarans. Meðal verkefna Vals í Borgarleikhúsinu má nefna söngleikinn Litlu hryllingsbúðina, Elsku barn, Tengdó, Dúkkuheimili, Njálu, Mamma Mia!, 1984 og Himnaríki og helvíti. Hann hefur leikstýrt í Þjóðleikhúsinu og skrifað þrjú verk sem hafa verið sýnd í atvinnuleikhúsi. Valur hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda. Má þar nefna Vonarstræti, Undir trénu, Hæ Gosi 3 og Ófærð 2. Auk þess hefur hann talað inn á tugi mynda og sjónvarpsþátta. Í gegnum árin hefur Valur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í bæði Tengdó og 1984 og árið 2012 var hann valinn leikskáld ársins. Hann hefur einnig hlotið Grímutilnefningar fyrir leik í Heddu Gabler, Dúkkuheimili og einleiknum Allt sem er frábært. „Leiklistin er langhlaup,“ segir Valur. „Maður lærir af mistökum og þroskast, bæði sem manneskja og listamaður. Þetta þarf að fara saman og er mikil vinna. Ekkert er fyrirhafnarlaust.“ Eiginkona Vals er Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahönnuður. „Við hittumst á nýársdansleik á Borginni sálugu um áramótin 1991 til 1992. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Valur og bætir við að sú ást hafi haldið. Þau eiga saman fjögur börn, Sölku 24 ára, Ísak 22 ára, Gretti 17 ára og Grímu 14 ára. Valur segir ómetanlegt að eiga skilningsríkan og þolinmóðan maka og fjölskyldu. „Þetta starf veldur stundum álagi á fjölskylduna. Ég er mikið að heiman á kvöldin og um helgar í vinnu, sem reynir á, bæði tilfinningalega og líkamlega,“ segir hann.Hvað með áhugamál? „Þau eru flest tengd listum, leikhúsið, myndlist og tónlist og svo horfir maður á milli fingra sér á Arsenal í enska boltanum. Skíði eru í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og önnur góð samvera.“Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég verð með 50 ára „afmælisbúbl“ heima ef veður leyfir. Ég er að vonast til að fá vini mína og vandamenn til að skála við mig í tilefni dagsins. Þetta verður afslappaður, brosandi föstudagsbröns með búbli og berjum, kaffi og djús, döðlum og blöðrum en fyrst og fremst frábærum vinum,“ segir afmælisbarnið brosandi. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira
Leikarinn Valur Freyr Einarsson er flestum Íslendingum að góðu kunnur úr ótal bíómyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann ætlar að fagna með vinum og vandamönnum í tilefni dagsins og bjóða upp Valur Freyr fæddist þann 16. ágúst árið 1969, yngstur fimm bræðra. Fyrstu tvö árin bjó hann í Fossvoginum í Reykjavík en fjölskylda hans flutti síðan í Garðabæ. Eftir grunnskóla fylgdi hann eldri bróður sínum í Menntaskólann í Reykjavík og stefndi á læknisfræði við Háskóla Íslands. En á menntaskólaárunum fékk hann áhuga á íslensku og bókmenntum. Eftir að hafa tekið virkan þátt í Herranótt, leiklistarfélagi MR, fór hugurinn að leita á önnur mið og leiklistin togaði í hann. Á grunnskólaárunum í Flataskóla í Garðabæ lék Valur kotbóndann Jón í leikritinu Gullna hliðið. Það breytti miklu, því þá fékk hann í fyrsta sinn þá tilfinningu að leiklist væri skemmtilegt fyrirbæri. „Við mamma hlustuðum á Útvarpsleikshúsið í útvarpinu öll fimmtudagskvöld og ég sat alveg límdur yfir því,“ segir Valur. Valur nam leiklist við Manchester Metropolitan School of Theatre og útskrifaðist árið 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann er annar stofnenda CommonNonsense sem hefur framleitt leikhúsverkefni frá árinu 2001, meðal annars verkin Forðist okkur, Tengdó og Dagbók jazzsöngvarans. Meðal verkefna Vals í Borgarleikhúsinu má nefna söngleikinn Litlu hryllingsbúðina, Elsku barn, Tengdó, Dúkkuheimili, Njálu, Mamma Mia!, 1984 og Himnaríki og helvíti. Hann hefur leikstýrt í Þjóðleikhúsinu og skrifað þrjú verk sem hafa verið sýnd í atvinnuleikhúsi. Valur hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda. Má þar nefna Vonarstræti, Undir trénu, Hæ Gosi 3 og Ófærð 2. Auk þess hefur hann talað inn á tugi mynda og sjónvarpsþátta. Í gegnum árin hefur Valur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í bæði Tengdó og 1984 og árið 2012 var hann valinn leikskáld ársins. Hann hefur einnig hlotið Grímutilnefningar fyrir leik í Heddu Gabler, Dúkkuheimili og einleiknum Allt sem er frábært. „Leiklistin er langhlaup,“ segir Valur. „Maður lærir af mistökum og þroskast, bæði sem manneskja og listamaður. Þetta þarf að fara saman og er mikil vinna. Ekkert er fyrirhafnarlaust.“ Eiginkona Vals er Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahönnuður. „Við hittumst á nýársdansleik á Borginni sálugu um áramótin 1991 til 1992. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Valur og bætir við að sú ást hafi haldið. Þau eiga saman fjögur börn, Sölku 24 ára, Ísak 22 ára, Gretti 17 ára og Grímu 14 ára. Valur segir ómetanlegt að eiga skilningsríkan og þolinmóðan maka og fjölskyldu. „Þetta starf veldur stundum álagi á fjölskylduna. Ég er mikið að heiman á kvöldin og um helgar í vinnu, sem reynir á, bæði tilfinningalega og líkamlega,“ segir hann.Hvað með áhugamál? „Þau eru flest tengd listum, leikhúsið, myndlist og tónlist og svo horfir maður á milli fingra sér á Arsenal í enska boltanum. Skíði eru í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og önnur góð samvera.“Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég verð með 50 ára „afmælisbúbl“ heima ef veður leyfir. Ég er að vonast til að fá vini mína og vandamenn til að skála við mig í tilefni dagsins. Þetta verður afslappaður, brosandi föstudagsbröns með búbli og berjum, kaffi og djús, döðlum og blöðrum en fyrst og fremst frábærum vinum,“ segir afmælisbarnið brosandi.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Sjá meira