Þættirnir innblásnir af Anthony Bourdain Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 10:17 Frá ferð félaganna um Bandaríkin. Instagram Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal, betur þekktur sem Auddi, og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni, betur þekktur sem Rikki G., á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum. Rikki hafði aldrei áður ferðast til Ameríku og að eigin sögn fór hann helst alltaf til Tenerife þegar hann fór í frí. Auddi segir hugmyndina innblásna af þáttunum Layover, þar sem Anthony Bourdain sjónvarpskokkur, ferðaðist til ýmissa borga og varði þar tveimur sólarhringum og kynnti fyrir fólki hvað það ætti að gera og hvað það ætti að borða.„Ég var dálítið hræddur að fólk héldi kannski að við værum að fara að gera „Draum“ með Rikka en þetta er ferðaþáttur,“ segir Auddi og vísar í „Drauma“ þætti sem hann gerði ásamt félögum sínum þar sem meðal annars var ferðast til Ameríku. „Ég er bara svona einfaldur maður og hef alltaf verið það í gegn um tíðina. Það er ekki hægt að segja að ég sé mikill heimsborgari. Ég held að Auddi hafi fengið pínulitla hugmynd því hann er búinn að ferðast tvisvar með mér og hann allavega sagði að ég sé einn skemmtilegast ferðafélagi sem hann hafi haft og þá kviknaði þetta,“ segir Rikki. Rikki segir Denver borg hafa verið líkust Íslandi af borgunum sex sem þeir heimsóttu. Þar hafi sést til fjalla og loftslagið hafi verið svipað. Rikki var gríðarlega flughræddur þegar lagt var upp í ferðina en hann segist hafa unnið bug á henni í ferðinni. Rætt hefur verið um flughræðsluna hér á landi eftir að myndband af honum í listflugi var birt á Twitter. Rikki og Auddi gefa áhorfendum góð ráð um það hvað hægt sé að gera og borða í borgunum sex sem heimsóttar eru í þáttaröðinni. Þeir fara meðal annars í bátsferð en báturinn var líka heitur pottur. Þannig að félagarnir sátu í heitum potti og sigldu um Seattle borg.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ferðalög Rikki fer til Ameríku Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira