Hlé gert á leit í kvöld en sérsveitarmenn ræstir út á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 22:16 Frá leit í Þingvallavatni um helgina. Mikill öldugangur var í vatninu og leitarskilyrði slæm. Mynd/Landsbjörg Hlé hefur verið gert á leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn um helgina. Leitin bar ekki árangur en kafarar, þar á meðal sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, halda áfram leit á morgun. Gunnar Ingi Friðriksson formaður svæðisstjórnar Árnessýslu segir í samtali við Vísi að leitin í kvöld hafi gengið vel, veður með ágætum og vatnið tært. Um 30 manns úr björgunarsveitum Árnessýslu hófu leit um klukkan sex síðdegis. Leitað var á bátum og gengið í fjörur við sunnanvert vatnið, nánar tiltekið við Ölfusvatnsvík við Villingavatn þar sem bátur mannsins fannst á laugardag. Þá hafa kafarar frá björgunarsveitum á Suðurnesjum leitað í vatninu frá því snemma í morgun og héldu áfram fram á kvöld. Leitin var blásin af á tíunda tímanum en á morgun halda kafarar henni áfram. Þá mun kafarasveit frá sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig kafa við Steingrímsstöð. Gunnar segir að ekkert hafi fundist við leitina í kvöld sem hjálpi til við að finna manninn, hinn 41 árs Björn Debecker. Gengið er út frá því að hann hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Lögregla á Suðurlandi hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að bróðir hans væri nú kominn til landsins til að fylgjast með leitinni. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. 14. ágúst 2019 18:48 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hlé hefur verið gert á leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn um helgina. Leitin bar ekki árangur en kafarar, þar á meðal sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, halda áfram leit á morgun. Gunnar Ingi Friðriksson formaður svæðisstjórnar Árnessýslu segir í samtali við Vísi að leitin í kvöld hafi gengið vel, veður með ágætum og vatnið tært. Um 30 manns úr björgunarsveitum Árnessýslu hófu leit um klukkan sex síðdegis. Leitað var á bátum og gengið í fjörur við sunnanvert vatnið, nánar tiltekið við Ölfusvatnsvík við Villingavatn þar sem bátur mannsins fannst á laugardag. Þá hafa kafarar frá björgunarsveitum á Suðurnesjum leitað í vatninu frá því snemma í morgun og héldu áfram fram á kvöld. Leitin var blásin af á tíunda tímanum en á morgun halda kafarar henni áfram. Þá mun kafarasveit frá sérsveit Ríkislögreglustjóra einnig kafa við Steingrímsstöð. Gunnar segir að ekkert hafi fundist við leitina í kvöld sem hjálpi til við að finna manninn, hinn 41 árs Björn Debecker. Gengið er út frá því að hann hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Lögregla á Suðurlandi hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að bróðir hans væri nú kominn til landsins til að fylgjast með leitinni.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. 14. ágúst 2019 18:48 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33
Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. 14. ágúst 2019 18:48
Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15