Klippti loksins á borðann í Berufirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:03 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra klippir á borðann í dag. Með honum á mynd er Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. Mynd/vegagerðin Sigurður Ingi Jóhannsson klippti á borða í Berufirði í dag og opnaði þar með formlega nýjan vegarkafla sem styttir hringveginn um 3,6 kílómetra. Hinn nýi vegur markar jafnframt tímamót sem unnið hefur verið að í fjóra áratugi, þ.e. að koma bundnu slitlagi á allan Hringveginn. Athöfnin fór fram sunnan við nýju brúna í Berufirði síðdegis í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar óskaði Austfirðingum og öllum Íslendingum til hamingju með áfangann. Sigurður Ingi fagnaði tímamótunum og sagði þau gæfuspor. „Að athöfninni lokinni var haldið að Havaríi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd þar sem boðið var upp á veitingar í anda staðarhaldaranna þeirra Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar sem betur er þekktur sem Prins Póló,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar afhjúpaði ráðherra einnig veglegan skjöld sem festur verður á grjót á áningastað í Berufirði til minningar um áfangann.Frá framkvæmdum í Berufirði. Nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn.Vísir/VilhelmNýr kafli Hringvegar um Berufjarðarbotn er 4,9 kílómetra langur, þar af liggur um 1 kílómetri yfir sjó og um leirur. Vegurinn er 8 metra breiður með bundnu slitlagi. Ný brú í Berufjarðarbotni er steinsteypt, 50 meta löng og 10 metra breið. Undirbúningur verksins hófst um árið 2007. Skiptar skoðanir voru um leiðir um Berufjarðarbotn sem seinkaði nokkuð undirbúningi verksins en verkið var boðið út í maí 2017. Lægsta tilboðið var frá Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum. Framkvæmdir hófust 2017 og þeim átti að ljúka haustið 2018, en vegna veikra laga í sjó og þeirra viðbótarfyllinga sem þar urðu, náðist ekki að ljúka því fyrr en nú í sumar. Nýi kaflinn um Berufjarðarbotn styttir Hringveginn um 3,6 kílómetra, sem nú er allur með bundnu slitlagi og er samtals 1.322 kílómetra. Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson klippti á borða í Berufirði í dag og opnaði þar með formlega nýjan vegarkafla sem styttir hringveginn um 3,6 kílómetra. Hinn nýi vegur markar jafnframt tímamót sem unnið hefur verið að í fjóra áratugi, þ.e. að koma bundnu slitlagi á allan Hringveginn. Athöfnin fór fram sunnan við nýju brúna í Berufirði síðdegis í dag. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar óskaði Austfirðingum og öllum Íslendingum til hamingju með áfangann. Sigurður Ingi fagnaði tímamótunum og sagði þau gæfuspor. „Að athöfninni lokinni var haldið að Havaríi á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd þar sem boðið var upp á veitingar í anda staðarhaldaranna þeirra Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar sem betur er þekktur sem Prins Póló,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar afhjúpaði ráðherra einnig veglegan skjöld sem festur verður á grjót á áningastað í Berufirði til minningar um áfangann.Frá framkvæmdum í Berufirði. Nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn.Vísir/VilhelmNýr kafli Hringvegar um Berufjarðarbotn er 4,9 kílómetra langur, þar af liggur um 1 kílómetri yfir sjó og um leirur. Vegurinn er 8 metra breiður með bundnu slitlagi. Ný brú í Berufjarðarbotni er steinsteypt, 50 meta löng og 10 metra breið. Undirbúningur verksins hófst um árið 2007. Skiptar skoðanir voru um leiðir um Berufjarðarbotn sem seinkaði nokkuð undirbúningi verksins en verkið var boðið út í maí 2017. Lægsta tilboðið var frá Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum. Framkvæmdir hófust 2017 og þeim átti að ljúka haustið 2018, en vegna veikra laga í sjó og þeirra viðbótarfyllinga sem þar urðu, náðist ekki að ljúka því fyrr en nú í sumar. Nýi kaflinn um Berufjarðarbotn styttir Hringveginn um 3,6 kílómetra, sem nú er allur með bundnu slitlagi og er samtals 1.322 kílómetra.
Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16 Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. 5. maí 2019 21:16
Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Stór stund fyrir okkur öll segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. 1. ágúst 2019 12:37