Svarar gagnrýnendum sem telja hann of ljótan til að leika ofurhetju Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2019 14:34 Sá sem mun leika Shang-Chi heitir Simu Liu en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kanadíska gamanþættinum Kim´s Convenience. Vísir/Getty Marvel hefur tilkynnt að myndverið ætli að framleiða fyrstu myndina sem skartar asískri ofurhetju sem aðalsöguhetju en leikarinn sem hreppti þetta tímamótahlutverk hefur stigið fram og svarað gagnrýnendum sem telja hann ekki nógu myndarlegan til að bera þessa mynd uppi. Um er að ræða myndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings. Sá sem mun leika Shang-Chi heitir Simu Liu en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kanadíska gamanþættinum Kim´s Convenience. Ekki eru allir sannfærðir um að Liu sé sá rétti til að leika Kung Fu-meistarann Shang-Chi. Asian Boss er vinsæl YouTube-rás en 8. ágúst síðastliðinn var birt innslag á rásinni þar sem fjallað var um ráðningu Liu í þetta hlutverk og hvort hann væri sá rétti miðað við hvernig hann lítur út. Útsendarar rásarinnar fóru út á meðal fólks og spurði það hvort að Liu væri of ljótur fyrir hlutverkið.Liu lét ekki bjóða sér þetta og ritaði langan pistil á Facebook þar sem hann mætti þessari gagnrýni af fullum þunga. „Fjöldi kennara hélt því fram að það yrði aldrei neitt úr mér. Fjöldi framleiðenda, leikstjóra, handritshöfunda og meðleikara hefur efast um hæfileika mína sem leikara. Fjölda umsókna minna um styrki og nám hefur verið hafnað. Það hefur verið efast um mig á öllum stigum ferils míns. Ástæðan fyrir því að ég er hér enn er sú að ég einstaklega einbeittur. Ég hef óbilandi trú á hæfileikum mínum og neita að láta skoðanir annarra móta mig,“ skrifar Liu. Asian Boss er með 1,7 milljónir áskrifenda og en um 270 milljónir hafa séð myndbönd á rásinni frá því hún var stofnuð í október árið 2013. Asian Boss státar sig af því að færa áhorfendum sínum ósvikna innsýn á nýjustu fréttir og dægurmál í Asíu. „Ég vona innilega að þessi YouTube-rás muni nálgast önnur málefni af heilindum í framtíðinni,“ segir Liu. Hollywood Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Marvel hefur tilkynnt að myndverið ætli að framleiða fyrstu myndina sem skartar asískri ofurhetju sem aðalsöguhetju en leikarinn sem hreppti þetta tímamótahlutverk hefur stigið fram og svarað gagnrýnendum sem telja hann ekki nógu myndarlegan til að bera þessa mynd uppi. Um er að ræða myndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings. Sá sem mun leika Shang-Chi heitir Simu Liu en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kanadíska gamanþættinum Kim´s Convenience. Ekki eru allir sannfærðir um að Liu sé sá rétti til að leika Kung Fu-meistarann Shang-Chi. Asian Boss er vinsæl YouTube-rás en 8. ágúst síðastliðinn var birt innslag á rásinni þar sem fjallað var um ráðningu Liu í þetta hlutverk og hvort hann væri sá rétti miðað við hvernig hann lítur út. Útsendarar rásarinnar fóru út á meðal fólks og spurði það hvort að Liu væri of ljótur fyrir hlutverkið.Liu lét ekki bjóða sér þetta og ritaði langan pistil á Facebook þar sem hann mætti þessari gagnrýni af fullum þunga. „Fjöldi kennara hélt því fram að það yrði aldrei neitt úr mér. Fjöldi framleiðenda, leikstjóra, handritshöfunda og meðleikara hefur efast um hæfileika mína sem leikara. Fjölda umsókna minna um styrki og nám hefur verið hafnað. Það hefur verið efast um mig á öllum stigum ferils míns. Ástæðan fyrir því að ég er hér enn er sú að ég einstaklega einbeittur. Ég hef óbilandi trú á hæfileikum mínum og neita að láta skoðanir annarra móta mig,“ skrifar Liu. Asian Boss er með 1,7 milljónir áskrifenda og en um 270 milljónir hafa séð myndbönd á rásinni frá því hún var stofnuð í október árið 2013. Asian Boss státar sig af því að færa áhorfendum sínum ósvikna innsýn á nýjustu fréttir og dægurmál í Asíu. „Ég vona innilega að þessi YouTube-rás muni nálgast önnur málefni af heilindum í framtíðinni,“ segir Liu.
Hollywood Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira