Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Maðurinn var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar vegna aðkomu að peningaþvætti. Vísir/Valli Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira