Reistu stærðarinnar Trump-skúlptúr í Slóveníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:19 Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur í Slóveníu. Vísir/AP „Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina. Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
„Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina.
Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59