Vöruflutningabíll valt á þjóðveginum í gegnum Vík í Mýrdal rétt fyrir hádegi. Bílstjóri flutningabílsins virðist hafa misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum en mikið mildi þykir að enginn var á ferðinni þegar þetta gerðist en þarna er oft á tíðum mikil umferð.
Er bílstjórinn sagður hafa sloppið án alvarlegra meiðsla.