Sigmundur lýsti reynslu Íslendinga af EES-samningnum, sem hann telur að gæti mildað höggið sem kynni að hljótast af samningslausri útgöngu Breta, og gefi þeim aukið svigrúm til að ná hagstæðum viðskiptasamningum eftir Brexit.
Tæknilegir örðugleikar settu svip á viðtalið við Sigmund og hlaut hann afsökunarbeiðni frá Sky News vegna þessa.
Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í klippunni að neðan en hann var í viðtali klukkan átta í morgun. Spóla þarf til baka í spilaranum en með því að hafa bendilinn fyrir ofan slána má sjá hvað er til umfjöllunar á Sky hverju sinni. Þannig ætti að vera þokkalega auðvelt að finna viðtalið við Sigmund Davíð.