Lagðist í melgresið og úr varð sería Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Þorgrímur byrjaði að mála fyrir slysni þegar hann var í Hollandi að læra tónsmíðar. Mynd/Einar Rafnsson Ég byrjaði að mála árið 2010, þá var ég í Hollandi að læra tónsmíðar. Ég eiginlega rambaði inn á þetta fyrir slysni, féll í kjölfarið algjörlega fyrir myndlistinni og síðustu fjögur ár hef ég alfarið verið að mála,“ segir Þorgrímur Andri Einarsson, en myndlistarsýning hans, Uppbrot, stendur nú yfir í Galleríi Fold. Þetta er þriðja einkasýning Þorgríms í Galleríi Fold en hann sýnir reglulega erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Ég hef mest verið að sýna í Denver í Colorado og svo Kaliforníu. Ég nálgaðist sjálfur annað galleríið, Abend Gallery, með samstarf í huga. Galleríið í Kaliforníu, Vanessa Roth Fine Art, hafði svo samband við mig og óskaði eftir samstarfi í gegnum samfélagsmiðla.“ Á nýjustu sýningu Þorgríms, Uppbroti, eru um fimmtán verk. „Nafnið á sýningunni kemur svolítið frá því hvað ég var að hugsa við gerð verkanna, að taka raunsæið í viðfangsefninu og brjóta það upp en líka flötinn á verkinu sjálfu, á frekar óhefðbundinn hátt.“ Hann segir stíl sinn hafa þróast mikið síðustu ár, upphaflega hafi hann fyrst og fremst verið í raunsæjum olíuverkum. Þegar á leið hafi honum byrjað að finnast það leiðinlegt til lengdar og fullþvingað. „Þannig að stíllinn er að þróast og taka hægt á sig nýja mynd. En viðfangsefni mín á þessari sýningu eru nokkuð ólík. Það eru hauskúpur, módel, hestar og landslag.“ Ein myndaserían á sýningunni er tileinkuð melgresi.Ein af myndunum sem eru til sýnis núna í Galleríi Fold.„Sá innblástur kom fyrir slysni. Ég og konan mín eignuðumst tvíbura fyrir tveimur árum, sem gefur að skilja var það mikið álag, að verða svona nýir foreldrar. Við vorum meira og minna ósofin í nokkra mánuði. Pabbi kom öðru hvoru yfir og passaði fyrir okkur.“ Þá hafi Þorgrímur stundum nýtt tækifærið og farið út með myndavélina sína. „Eitt skiptið endaði ég úti á Gróttu þar sem melgresið er, þykkt og gróft gras sem finnst ekki víða. Ég var þarna alveg örmagna, í raun fyrst og fremst að hvíla mig, þannig að ég lagðist niður. Þá tók ég eftir ýmsum myndbyggingum birtast í grasinu.“ Þá hafi hann byrjað að mynda og fundið alls konar skemmtileg sjónarhorn. „Þannig að upp úr þessu volæðisástandi sem ég var í þá varð til mjög spennandi myndasería, sem er svo núna til sýnis. Þessar myndir hafa slegið í gegn á Instagraminu hjá mér, því þær eru svolítið öðruvísi og spennandi.“ Þorgrímur er með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. „Það hefur gefið mér mörg tækifæri. Ég hef verið fenginn til að halda fyrirlestra og námskeið erlendis í gegnum Instagram. Ég hélt námskeið sem seldist upp á í Toskana, og verð með annað námskeið þar 1.-7. október. Svo var ég nýverið fenginn til að halda námskeið í Svíþjóð en það er allt á byrjunarstigi.“ Sýningin Uppbrot er í Galleríi Fold og stendur út sunnudaginn 1. september. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ég byrjaði að mála árið 2010, þá var ég í Hollandi að læra tónsmíðar. Ég eiginlega rambaði inn á þetta fyrir slysni, féll í kjölfarið algjörlega fyrir myndlistinni og síðustu fjögur ár hef ég alfarið verið að mála,“ segir Þorgrímur Andri Einarsson, en myndlistarsýning hans, Uppbrot, stendur nú yfir í Galleríi Fold. Þetta er þriðja einkasýning Þorgríms í Galleríi Fold en hann sýnir reglulega erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Ég hef mest verið að sýna í Denver í Colorado og svo Kaliforníu. Ég nálgaðist sjálfur annað galleríið, Abend Gallery, með samstarf í huga. Galleríið í Kaliforníu, Vanessa Roth Fine Art, hafði svo samband við mig og óskaði eftir samstarfi í gegnum samfélagsmiðla.“ Á nýjustu sýningu Þorgríms, Uppbroti, eru um fimmtán verk. „Nafnið á sýningunni kemur svolítið frá því hvað ég var að hugsa við gerð verkanna, að taka raunsæið í viðfangsefninu og brjóta það upp en líka flötinn á verkinu sjálfu, á frekar óhefðbundinn hátt.“ Hann segir stíl sinn hafa þróast mikið síðustu ár, upphaflega hafi hann fyrst og fremst verið í raunsæjum olíuverkum. Þegar á leið hafi honum byrjað að finnast það leiðinlegt til lengdar og fullþvingað. „Þannig að stíllinn er að þróast og taka hægt á sig nýja mynd. En viðfangsefni mín á þessari sýningu eru nokkuð ólík. Það eru hauskúpur, módel, hestar og landslag.“ Ein myndaserían á sýningunni er tileinkuð melgresi.Ein af myndunum sem eru til sýnis núna í Galleríi Fold.„Sá innblástur kom fyrir slysni. Ég og konan mín eignuðumst tvíbura fyrir tveimur árum, sem gefur að skilja var það mikið álag, að verða svona nýir foreldrar. Við vorum meira og minna ósofin í nokkra mánuði. Pabbi kom öðru hvoru yfir og passaði fyrir okkur.“ Þá hafi Þorgrímur stundum nýtt tækifærið og farið út með myndavélina sína. „Eitt skiptið endaði ég úti á Gróttu þar sem melgresið er, þykkt og gróft gras sem finnst ekki víða. Ég var þarna alveg örmagna, í raun fyrst og fremst að hvíla mig, þannig að ég lagðist niður. Þá tók ég eftir ýmsum myndbyggingum birtast í grasinu.“ Þá hafi hann byrjað að mynda og fundið alls konar skemmtileg sjónarhorn. „Þannig að upp úr þessu volæðisástandi sem ég var í þá varð til mjög spennandi myndasería, sem er svo núna til sýnis. Þessar myndir hafa slegið í gegn á Instagraminu hjá mér, því þær eru svolítið öðruvísi og spennandi.“ Þorgrímur er með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. „Það hefur gefið mér mörg tækifæri. Ég hef verið fenginn til að halda fyrirlestra og námskeið erlendis í gegnum Instagram. Ég hélt námskeið sem seldist upp á í Toskana, og verð með annað námskeið þar 1.-7. október. Svo var ég nýverið fenginn til að halda námskeið í Svíþjóð en það er allt á byrjunarstigi.“ Sýningin Uppbrot er í Galleríi Fold og stendur út sunnudaginn 1. september.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira