Bíll stóð alelda á bílastæði lögreglunnar við Hverfisgötu í kvöld. Eldurinn var tilkynntur til slökkviliðs klukkan korter yfir níu, einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn og hefur slökkvilið nú lokið störfum sínum.
aðsendEkki er ljóst hvernig kviknaði í bílnum, hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða, en bíllinn var númerslaus og óljóst hvort einhver hafi verið inni í honum þegar eldurinn kviknaði. Þá er ekki vitað hvernig bíl er um að ræða.
Í myndbandinu hér fyrir neðan heyrast sprengingar sem urðu í bílnum.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eldur hafi kviknað klukkan 21:12 og var bíllinn í einkaeigu. Bíllinn er mikið skemmdur. Ekki er ljóst hvernig hafi kviknað í bifreiðinni en málið er nú í rannsókn.