Vara bandaríska íþróttafólkið við því að mótmæla á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 15:00 Sleggjukastarinn Gwen Berry mótmælti á Pan-American leikunum í Lima í Perú. Getty/Toru Hanai Bandaríska íþróttaforystan mun ekki sýna neina þolinmæði eða miskunn taki íþróttafólk þeirra upp á því að vera með pólitísk mótmæli á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Bandaríska íþróttafólkið hefur verið varað við að það muni hafa afleiðingar fyrir þau reyni þau eitthvað slíkt næsta sumar. Þessi yfirlýsing kemur fram eftir að tveir íþróttamenn mótmæltu á verðlaunapalli á Pan-American leikunum í Lima í Perú.American athletes have been warned by Team USA chiefs they will face "consequences" if they stage political protests at next year's Olympic Games. More https://t.co/VS9YXnEGhmpic.twitter.com/tv7UqnWJAh — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019Skylmingarmaðurinn Race Imboden og sleggjukastarinn Gwen Berry eru bæði á tólf mánaða skilorði eftir mótmæli sín. AP news komst yfir bréf sem íþróttafólkið fékk sent þar sem Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri bandarísku Ólympíunefndarinnar, sagði meðal annars að hún beri virðingu fyrir sjónarmiðum íþróttafólks en að þetta hafi hvorki verið staður né stund til að láta þau í ljós. Race Imboden fór niður á hné þegar þjóðsöngurinn var spilaður í verðlaunaafhendingu sinni en Gwen Berry setti hnefann upp í loft. Bæði sögðust þau vera að mótmæla óréttlæti og mismunun í bandarísku þjóðfélagi. Næsta sumar verður mjög stutt í forsetakosningar og því mikið í gangi í bandarískri pólitík. Það er því ekkert skrýtið að yfirmenn bandaríska Ólympíuliðsins hafi áhyggjur af hugsanlegum mótmælum síns íþróttafólks. Allir íþróttamenn verða að skrifa undir plagg þar sem þeir samþykkja það að vera ekki með mótmæli á Ólympíuleikum eða Pan-American leikum hvort sem þau eru pólitísk, trúarleg eða tengjast kynþáttum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Bandaríska íþróttaforystan mun ekki sýna neina þolinmæði eða miskunn taki íþróttafólk þeirra upp á því að vera með pólitísk mótmæli á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Bandaríska íþróttafólkið hefur verið varað við að það muni hafa afleiðingar fyrir þau reyni þau eitthvað slíkt næsta sumar. Þessi yfirlýsing kemur fram eftir að tveir íþróttamenn mótmæltu á verðlaunapalli á Pan-American leikunum í Lima í Perú.American athletes have been warned by Team USA chiefs they will face "consequences" if they stage political protests at next year's Olympic Games. More https://t.co/VS9YXnEGhmpic.twitter.com/tv7UqnWJAh — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019Skylmingarmaðurinn Race Imboden og sleggjukastarinn Gwen Berry eru bæði á tólf mánaða skilorði eftir mótmæli sín. AP news komst yfir bréf sem íþróttafólkið fékk sent þar sem Sarah Hirshland, framkvæmdastjóri bandarísku Ólympíunefndarinnar, sagði meðal annars að hún beri virðingu fyrir sjónarmiðum íþróttafólks en að þetta hafi hvorki verið staður né stund til að láta þau í ljós. Race Imboden fór niður á hné þegar þjóðsöngurinn var spilaður í verðlaunaafhendingu sinni en Gwen Berry setti hnefann upp í loft. Bæði sögðust þau vera að mótmæla óréttlæti og mismunun í bandarísku þjóðfélagi. Næsta sumar verður mjög stutt í forsetakosningar og því mikið í gangi í bandarískri pólitík. Það er því ekkert skrýtið að yfirmenn bandaríska Ólympíuliðsins hafi áhyggjur af hugsanlegum mótmælum síns íþróttafólks. Allir íþróttamenn verða að skrifa undir plagg þar sem þeir samþykkja það að vera ekki með mótmæli á Ólympíuleikum eða Pan-American leikum hvort sem þau eru pólitísk, trúarleg eða tengjast kynþáttum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira